Ármann les uppúr Vinjettum VI
Ármann Reynisson les upp úr Vinjettum VI í Grindavík.
Ljósmynd: Þorsteinn Kristjánsson.

Æviágrip

Ármann Reynisson fćddist áriđ 1951 í Reykjavík. Hann hefur tekiđ virkan ţátt í menningar- og viđskiptalífi á Íslandi allt frá ţví hann snéri heim frá Englandi áriđ 1982 ađ loknu námi viđ The London School of Economics.

Höfundurinn hefur ekki fariđ hefđbundnar leiđir í lífinu heldur lagt áherslu á ađ skapa eitthvađ nýtt og áhugavert í ţeim störfum sem hann hefur tekiđ sér fyrir hendur og fyrir ţađ ţótt litríkur persónuleiki í heima landi sínu. Fyrstu árin eftir nám sitt var hann einn af áhrifamestu braut ryđjendum á íslenska fjármálamarkađinum sem ţá var áratugum á eftir öđrum slíkum í vestrćnum ríkjum. Á tímabili samanstóđ viđskiptaveldi Ármanns af fjölda fyrirtćkja á ólíkum sviđum atvinnulífsins. Hann var auk ţess öflugur stuđningsmađur menningar og lista, listaverkasafnari og úthlutađi úr tónlistarsjóđi sínum til ungs tónlistarfólks. ţá var ćvintýraljómi yfir veislum Ármanns hvađ varđar glćsileika og áhugaverđa gesti hvađanćva úr ţjóđlífinu.

Viđskipti Ármanns Reynissonar og heimili var lagt í rúst á einni nóttu af opinberum ađilum sem áttu á ţeim tíma erfitt međ ađ skilja nútímaviđskipti og starfsemi frumkvöđla. Eftir stóđ Ármann á sviđinni jörđ, nánast sviptur mannlegum réttindum, auk ţess var hann dreginn í gegnum réttarkerfi landsins í fimm ár ađ viđbćttri eins árs fangelsisvist. Síđar kom í ljós ađ Ármann var dćmdur fyrir viđskipti sem ţóttu hin eđlilegustu ţegar fram liđu stundir.

Ţetta sex ára tímabil olli straumhvörfum í lífi Ármanns Reynissonar. Í stađinn fyrir ađ gefast upp ţegar öll spjót stóđu á honum, ţá réri hann lífróđur og byggđi upp ný viđskipti sem hann hefur stundađ allar götur síđan heiman frá sér. Hann snéri baki viđ hinu ljúfa lífi og í stađinn tók viđ íhugun, líkamsrćkt og náttúruskođun.

Magnţrungin lífsreynsla og innri barátta varđ til ţess ađ kenna Ármanni ađ sjá í gegnum mannlífiđ og tilveruna en ekki eingöngu ţađ yfirborđ sem fólk horfir oftast nćr á en kafar sjaldnast dýpra. ţađ var í ágúst áriđ tvöţúsund ađ ţörfin til ţess ađ tjá sig í sögum losnađi úr lćđingi. ţá settist Ármann niđur og skrifađi fyrstu vinjettuna og ţar međ brast stíflan, fjórtán bćkur hafa komiđ út á jafn mörgum árum. ţađ uppgötvađist eftir ađ Ármann sendi frá sér fyrstu vinjettubókina ađ ţar međ kynnti hann nýja bókmenntagrein inn í eittţúsund ára sögu íslenskra bókmennta.

 
Sendu póst á armann(hjá)centrum.is vegna spurninga eða ábendinga varðandi þessa síðu.
Höfundarréttur © 2001 Ármann Reynisson