Allir litir hafsins eftir Önnu Th. RögnvaldsdótturKvikmyndaleikur

Allir litir hafsins er fyrsta kvikmynd sem Ármann Reynisson leikur í, þar er hann í hlutverki lögmanns. Myndskeið: Allir Litir Hafsins e. Önnu Th. Rögnvaldsdóttur kvikmyndagerðarkonu.

Vinjettur VVinjetturV

Áfram heldur Ármann Reynisson að kynna lífið eins og það kemur fyrir sjónir dagsdaglega í víðasta skilningi. Nú sem áður er fjölbreytnin í fyrirrúmi og áhersla lögð á nútíma dæmisögur í anda biblíunnar auk óvæntra atburða sem gerast í kirkjum landsins. Vinjettur V er litrík bók, myndrænn textinn kemur fólki jafnt á óvart og í fyrri bókum höfundar.

Vinjetturnar hafa náð fótfestu á Íslandi sem tilvaldar frásagnir til íhugunar og upplesturs við flest tækifæri. Verð kr. 4.400,- (sendingarkostnaður innanlands innifalinn).

Vinjettur IVVinjettur IV

er fjölbreytt að efni eins og fyrri bækur Ármanns Reynissonar. Höfundurinn leiðir lesandann um heima ásta og blekkinga jafnt sem fegurðar íslenskrar náttúru og undur veraldar. Hann opnar augun fyrir nýjum sjónarhornum í lífinu þar sem velvild og illska takast stöðugt á. Velt er upp spurningunni hvaðan mannfólkið kemur og hvert það fer. Vinjetturnar eru á köflum ástríðufullar og jafnan gæddar lifandi myndum. Frásagnirnar eru tilvaldar til íhugunar og þær njóta sín vel í upplestri.

Verð kr. 4.400,- (sendingarkostnaður innanlands innifalinn).

Vinjettu askja Tilboð á ritsafni Vinjettur I II III IV + Askja

Nú er hægt að panta allt ritsafnið Vinjettur I II III og IV auk öskju á tilboðsverði, kr. 17.900,- (sendingarkostnaður innanlands innifalinn).

Pantið ritsafnið í síma 562-1911 eða smellið hér til að panta rafrænt.Pantið bókina núna í síma 562-1911 eða með tölvupósti til armann@centrum.is

Vinjettur IIIVinjettur III komin út

Í bókinni Vinjettur III ferðast höfundur með lesendur sína á nýjar slóðir, bæði innanlands og utan. Neistar í frásögn verða m.a. samtímaatburðir, hamfarir ýmiskonar og breytingar á íslensku þjóðfélagi síðastliðna öld. Ármann Reynisson kemur á óvart eins og í fyrri bókum sínum, opnar sýn inn í dulda heima, með innsæi í mannlegt eðli og á tíðum djarfleik. Það er eins og stuttmynd líði hjá í myndrænum textanum sem hentar vel til upplestrar. Frásagnirnar eru tilvaldar til hvíldar og umhugsunar frá annríki dagsins.

Verð kr. 4.400,- (sendingarkostnaður innanlands innifalinn).

Vinjettur IIVinjettur II

Bókin Vinjettur II hrífur lesendur sína með í ævintýranlegt ferðalag, hún er bæði næm og með viðkvæmni, fallegum augnablikum, innsæi í mannlegt eðli og á tíðum opinská og djörf. Ármann Reynisson fer á kostum, kemur víða við innanlands og utan og opnar sýn inn í heima sem fáir þekkja. Sögurnar leiða lesandann áfram hver af annari, þær hljóma saman og enduróma í reynsluheimi hans. Oft draga sem fæst orð upp skýrustu myndina. Örstutt frásögn getur meitlað höfuðatriðið. Vinjetturnar eru sem stutt leikrit - myndrænn textinn hentar vel til upplestrar.

Verð kr. 4.400,- (sendingarkostnaður innanlands innifalinn).

Vinjettur IVinjettusafn I

fékk frábærar viðtökur lesenda og upplagið er uppselt. Viðbrögð við bókinni hafa komið bæði innanlands sem utan.

Í bókinni eru stuttar, hnitmiðaðar sögur þar sem skiptast á örskotsstund aðstæður í lífi manna, afhjúpaður er tilgangur, tilfinningar endurgoldnar og þeir rata veginn heim á ný sem hlaupist hafa á brott. Listræn vinnubrögð, ráðabrugg stjórnmálamanna, ástir, náttúrulýsingar, grimmd mannanna og göfuglyndi hvers í annars garð; allir þessir þættir eru í kastljósinu.

Verð kr. 4.400,- (sendingarkostnaður innanlands innifalinn).

Mynd ársins 2001

Mynd ársins 2001 Ljósmyndari Gunnar Gunnarsson
Mynd ársins 2001. Portrett af Ármanni Reynissyni Ljósmyndari: Gunnar Gunnarsson

Á árlegri ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands og Ljósmyndafélags Íslands sem opnuð var 9. mars 2002 í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs var portret mynd af Ármanni Reynissyni, tekin af Gunnari Gunnarssyni ljósmyndara valin portret mynd ársins 2001 og mynd ársins 2001.

Umsögn dómnefndar:
Einstaklega sterk portrettmynd þar sem umhverfi, fatnaður, öll smáatriði og myndbygging ná að skapa öfluga heild. Nær að endurspegla persónuleika mannsins á raunsæjan hátt.

 
Sendu póst á armann(hjá)centrum.is vegna spurninga eða ábendinga varðandi þessa síðu.
Höfundarréttur © 2001 Ármann Reynisson