Vinjettur VIVinjettur VII

Höfundurinn dregur upp litríkar myndir af samtímanum í öllum sínum fjölbreyti-leika, bæði mannlegri reisn og niðurlægingu.
Í Vinjettum VII eru margar frásagnir frá Grænlandi sem gefa lesandanum tilfinn-ingu fyrir landi og þjóð. Nokkrar portretmyndir eru af stórbrotnu fólki og innsýn gefin í heimsfrægan atburð. Þá er skyggnst inn í veröldina handan raunveruleikans.
Ármann Reynisson hefur getið sér gott orð bæði innanlands og utan fyrir lifandi og fjölbreyttar frásagnir sem fólki þykir ánægjulegt að grípa í eða lesa upphátt við ýmis tækifæri.

Ver kr. 6.900, (sendingarkostnaður innanlands innifalinn).

Heiti bókar: Vinjettur VI - Vignettes VI
Höfundur: Ármann Reynisson
Þýðing á ensku: Martin Regal
Listaverk á kápu: Erla Þórarinsdóttir
Grafísk hönnun: Guðmundur Oddur Magnússon
Ljósmynd af listaverki: Ari Magg
Próförk: Sigrún Árnadóttir
Umbrot: Leturval slf. Halldór B. Kristjánsson,
Prentun: Delo Tiskarna, Slovenia
Útgefandi: ÁR - Vöruþing ehf., Súðavogi 38, 104 Reykjavík
ISBN 978-9979-9595-5-7

Pourqoui pas?

Um hádegisbil á haustdegi nokkrum árum fyrir síðari heimsstyrjöld siglir rennileg seglskúta úr Reykjavíkurhöfn í blíðskaparveðri. Tekið er til þess hversu lognið er mikið, fánar bærast ekki við hún, himinninn hjúpaður skýjum og sjórinn er ládauður. Sendiherra hafanna, eins og Pourqoui pas? er stundum nefnt, er á heimleið til Frakklands í hinsta sinn með landkönnuðinn fræga Charcot sem hniginn er á efri ár og menn hans innanborðs.

Óvæntar uppákomur

Þegar veislan stendur sem hæst hringir dyrabjallan og inn kemur lyfjafræðingur nokkur hjólandi að veisluborðinu svo gestir hrökklast út að veggjum. Hann fær sér sitt lítið af hverju eins og um lyfjablöndu væri að ræða og gleypir í sig og þambar kóladrykk þess á milli, ropar að endingu og brunar út sömu leið.

Trumbuslagarinn

Eftir dálitla göngu frá flugvellinum um grýtta jörð þar sem á aðra hlið er aflíðandi fjallshlíð en á hina særinn prýddur íshröngli kemur í ljós þorpið Kulusuk. Í útjaðri þess birtist óvænt Kamma, lágvaxin kona klæddí Kalaallisuut búning sinn. Dökkt hárið er tekið aftur í langan hnút sem síðan snýr beint upp í loftið líkast strompi á höfðinu. Umhverfis axlirnar og niður yfir brjóstin er breiður bekkur alsettur litfögrum glerperlum, listilega þræddum í köflótt mynstur og armband í sama stíl um úlnliðina.

Ísborgin

Á vesturströnd Grænlands er fjörður einn þar sem í tímans rás hefur byggst ísborg og gefur hún engum heimsborgum eftir í glæsileika sínum.Þar býr engin mannleg vera heldur er þetta heimkynni þeirra sem sjást ekki.

Veiðimaðurinn frækni

Veiðimaðurinn frækni er hávaxinn og samsvarar sér vel, með arnfrán augu er skima í allar áttir þegar þess þarf. Dags daglega er hann rólyndur og blíður og lætur lítið yfir sér. En þegar hann grípur skotvopnið eða veiðistöngina lifnar hann allur við og það er sem nýr maður endurfæðist.

Grænland kvatt

Fæstir fara ósnortnir frá birtuflæði jökulsins sem hefur áhrif á allar taugafrumur líkamans og kallar á ferðalanginn að koma aftur. Grænland er land framtíðarinnar þar sem jökulbreiðan er líkust ormi er liggur á gulli sínu og enginn getur gert sér grein fyrir hversu mikinn auð þar er að finna þegar lokinu er lyft af kistlinum.

Ljósastaurar

Eitt er það sem er ómissandi í þéttbýli. Það eru ljósastaurar sem lýsa upp borgir og bæi í myrkri svo gangandi og akandi vegfarendur komist klakklaust leiðar sinnar. Þeir spretta alls staðar upp úr gangstéttum eins og trjágróður, fjölbreyttir að lögun og stærð – minna helst á göngustafi.

Snjflki

t r hsunum streymir smflki kappkltt, au hnoa snjklu tt hndum sr og byrja a rlla eftir jrinni og hn vindur fljtlega upp sig. Innan tar hefur myndast digur snjbolti og san arir til. Hafist er handa a skapa snjflk, nest stendur s strsti, san kemur miboltinn og efst trnir s litli. Til ess a fullkomna skpunarverki eru steinar settir augna sta og oftast brosandi munnvik, gulrt stungi mii fyrir nef og ekki m gleyma tlunum rem bumbunni.

Tossinn

Lengi vel tkaist s siur barnasklum a flokka nemendurna eftir lestrarkunnttunni einni saman og raa bekki upphafi sklars eftir bkstfum fr A og niur r. eir voru ltnir lesa texta blai belg og biu lkast v a um kappakstur vri a ra og nkvmur tmi tekinn.

 
Sendu póst á armann(hj)centrum.is vegna spurninga eða ábendinga varðandi þessa síðu.
Höfundarréttur © 2001 Ármann Reynisson