Vinjettur Ármanns Reynissonar eru ánægjulestur. Hann er skapandi andi sem nýtur þess að lifa og hann tekur eftir hinu smáa í fari fólks, í lífinu og náttúrunni og skrifar um það til ánægju fyrir lesandann. Vinjettur hans fjalla um minningar úr bernsku, áhugavert fólk eða þjóðsögur og mýtur. Hver vinjetta er ein blaðsíða og fær lesandann til að hugsa og brosa. Hann er mikill lífskúnsner.

Edward Peter Stringham
Prófessor í Trinity College, Hartford, Bandaríkjunum, forseti American Institute For Economic Research og höfundur Private Governance Oxford útgáfan 2015

 

Vinjettur Ármanns opna lesandanum heim ígrundunar og hugsunar með því að veita lesandanum innsýn, ekki aðeins í íslenska menningu heldur einnig menningu annarra landa. Ég kenni íslensku og hef notað nokkrar af vinjettunum í kennslu nemenda sem eru lengra komnir þannig að þeir læri að meta fegurðina og stílinn sem þar er að finna. Þegar ég skoðaði enska þýðingu þeirra tók ég fljótt eftir því að þýðendurnir, dr. Martin Regal og Lisa Marie Mahnmic M.A. hafa náð litbrigðum íslenskunnar; afrek sem ekki er á margra færi.  Upp í hugann kemur hin frábæra aðlögun Seamus Heany á Bjólfskviðu úr forn-ensku yfir í nútíma ensku.

Josef V. Fioretta
Prófessor í samanburðarbókmenntum, tungumálum og málfræði, Hofstra University, New York, Bandaríkjunum

 

Síðast þegar ég naut þess svo vel að lesa var þegar ég uppgötvaði smásögur Raymond Carver fyrir margt löngu. Það var áður en veraldarvefurinn varð til. Ég þurfti að panta sérhverja af bókum hans jafnóðum og þær voru gefnar út. Síðan þurfti ég að bíða þolinmóður eftir póstinum þar sem ég bjó í órafjarlægð frá bókabúðum á Ytri Suðureyjum við Skotlandsstrendur.  Þá ánægju við að lesa og endurlesa þær og smakka á orðunum ýmist með því að lesa upphátt eða í hljóði, endurlifi ég nú þegar ég les vinjettur Ármanns Reynissonar. Hvernig skrif hans lýsa í fáum og skýrum dráttum viðfangsefninu er öfundsvert. Þannig verða sögurnar nánast ljóðsagnir, með dapurlegum frásögnum, hófstilltum takti og lýsingum sem snerta við manni (jólin, landið, bernskuminningar).  Sérstaklega kann ég að meta myrkar sögur af matarboðum, frændhygli, fjölmiðlum, fínu fólki í Reykjavík, titringi í samskiptum og svo fr.  en þær einkennast gjarnan af gamansömum fléttum. Ástarsögurnar eru mjög skemmtilegar.

Robert Clarke
Listamaður og fyrirlesari í listheimspeki, England