Vinjettur Örsögur

Sögur Ármanns Reynissonar eru fjölbreyttar eins og mannlífið sjálft ásamt náttúrulýsingum og frásögnum af dýrum. Sögusviðið er vítt og breytt um landið bæði úr samtímanum og frameftir allri tuttugstu öld. Einnig eru sögur frá áhugaverðum löndum.

Mynd
Ljósmynd, Ómar Óskarsson – Morgunblaðið

Æviatriði


Ármann Reynisson fæddist árið 1951 í Reykjavík. Hann hefur tekið virkan þátt í menningar- og viðskiptalífi á Íslandi allt frá því hann snéri heim frá Englandi árið 1982 að loknu námi við The London School of Economics.

Höfundurinn hefur ekki farið hefðbundnar leiðir í lífinu heldur lagt áherslu á það að skapa eitthvað nýtt og áhugavert í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og fyrir það þótt litríkur persónuleiki í heimalandi sínu. Fyrstu árin eftir nám sitt var hann einn af áhrifamestu brautryðjendum á íslenska fjármálamarkaðinum sem þá var áratugum á eftir öðrum slíkum í vestrænum ríkjum. Á tímabili samanstóð viðskiptaveldi Ármanns af fjölda fyrirtækja á ólíkum sviðum atvinnulífsins. Hann var auk þess öflugur stuðningsmaður menningar og lista, listaverkasafnari og úthlutaði úr tónlistarsjóði sínum til ungs tónlistarfólks. Þá var ævintýraljómi yfir veislum Ármanns hvað varðar glæsileika og áhugaverða gesti hvaðanæva úr þjóðlífinu.

Lesa meira

Gagnrýni

"Vinjettur Ármanns opna lesandanum heim ígrundunar og hugsunar með því að veita lesandanum innsýn, ekki aðeins í íslenska menningu heldur einnig menningu annarra landa. Ég kenni íslensku og hef notað nokkrar af vinjettunum í kennslu nemenda sem eru lengra komnir þannig að þeir læri að meta fegurðina og stílinn sem þar er að finna. Þegar ég skoðaði enska þýðingu þeirra tók ég fljótt eftir því að þýðendurnir, dr. Martin Regal og Lisa Marie Mahnmic M.A. hafa náð litbrigðum íslenskunnar; afrek sem ekki er á margra færi.  Upp í hugann kemur hin frábæra aðlögun Seamus Heany á Bjólfskviðu úr forn-ensku yfir í nútíma ensku."

Josef V. Fioretta, Prófessor í samanburðarbókmenntum, tungumálum og málfræði, Hofstra University, Bandaríkjunum
Sjá meira

Bækur

Vinjettur XXII

Í Vinjettum XXI verða samtímaatburðir, æskuminningar, flutningar, veikindi ásamt öðru efni, höfundinum að yrkisefni. Auk þess eru portrett sögur af áhugaverðu samtímafólki sem setur svip sinn á þjóðlífið. Algengt er að ferðalangar aki þjóðveginn í gegnum Húnavatnssýslur og fari á mis við áhugaverða staði og fólk sem þar býr og starfar. Í hluta bókarinnar opnar Ármann Reynisson lesandanum sýn á þessar áhugaverðu sýslur. Alls staðar nýtur sín vel hinn einstaki stíll höfundarins sem er í senn knappur, ljóðrænn og þó raunsær og vekjandi. Vinjetturnar eru tilvaldar til upplesturs við margvísleg tækifæri.

Lesa meira
6990 kr.Kaupa bók

Vinjettur XXI

Í Vinjettum XXI verða samtímaatburðir, æskuminningar, flutningar, veikindi ásamt öðru efni, höfundinum að yrkisefni. Auk þess eru portrett sögur af áhugaverðu samtímafólki sem setur svip sinn á þjóðlífið. Algengt er að ferðalangar aki þjóðveginn í gegnum Húnavatnssýslur og fari á mis við áhugaverða staði og fólk sem þar býr og starfar. Í hluta bókarinnar opnar Ármann Reynisson lesandanum sýn á þessar áhugaverðu sýslur. Alls staðar nýtur sín vel hinn einstaki stíll höfundarins sem er í senn knappur, ljóðrænn og þó raunsær og vekjandi. Vinjetturnar eru tilvaldar til upplesturs við margvísleg tækifæri.

Lesa meira
6990 kr.Kaupa bók

Vinjettur XX

Strandir, Reykhólar og Dalir voru lengi vel með afskekktari byggðum á Íslandi. Frá þessum sveitum eru sögur í Vinjettum XX. Nokkuð skortir á kurteisi og vinsamlegheit í Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Ármann Reynisson skyggnist undir yfirborðið í þeim málum. Einnig eru margar sögur með öðru fjölbreyttu efni. Það fylgir Frakklandi einhver elegans sem fáum þjóðum tekst að toppa. Margar sögur eru frá ýmsum stöðum þessa rómantíska lands. Þá er til dæmis sagt frá sögulegum bruna Notre Dame í París, undiröldunni í þjóðlífinu og kynnum höfundar af eðalfólki hvort heldur hátt eða lágt í þjóðfélagsstganum í alls konar aðstæðum. Alls staðar nýtur sín vel hinn einstaki stíll höfundarins sem er í senn knappur, ljóðrænn og þó raunsær og vekjandi. Vinjetturnar eru tilvaldar til upplesturs við margvísleg tækifæri.

Lesa meira
6990 kr.Kaupa bók

Vinjettur XIX

Efniviður í Vinjettum XIX er fjölbreyttur í meira lagi. Í fyrsta hluta bókarinnar eru sögur frá Róm, borgin eilífa, St´Agata og Sorrentíno-skaganum á Ítalíu sem höfundurinn hefur tekið ástfóstri við - auk þess Berlín og Zürich. Miðhlutinn samanstendur af sögum sem tengjast Hólsfjöllum, Vopnafirði og Fljótsdalshéraði. Hvergi finnur Ármann Reynisson eins vel fyrir rótum íslenskrar menningar en á bóndabæjum, vel setnum, í sveitum landsins. Þriðji hluti bókarinnar eru sögur frá New York og Nýja-Englandi þar sem höfundinum hefur, óvænt, opinberast nýr heimur sem hann hafði ekki kynnst áður í Bandaríkjunum – og fær ríkulega að njóta. Alls staðar nýtur sín vel hinn einstaki stíll höfundarins sem er í senn knappur, ljóðrænn og þó raunsær og vekjandi. Vinjetturnar eru tilvaldar til upplesturs við margvísleg tækifæri.

Lesa meira
6990 kr.Kaupa bók

Vinjettur XVIII

Fjöldi innflytjanda, víða úr heiminum, hefur sest að á Íslandi á undanförnum árum. Í Vinjettum XVIII eru portrett sögur af nokkrun þeirra og raktar ólíkar ástæður fyrir komu þeirra og hvernig þeim hefur vegnað í nýja landinu. Auk þess eru portrett sögur af frumherjum á mismunandi sviðum þjóðlífsins áhugavert fólk sem Ármann Reynisson hefur kynnst á lífsgöngunni. Einnig eru sögur um samskipti fólks í daglega lífinu og álitamál samtímans reyfað. Eyjafjörður er eitt blómlegasta hérað Íslands og hefur lengst af staðið framarlega í landbúnaði, útgerð, menningu og verktækni hvers konar. Margar vinjettur í bókinni tengjast þessu landsvæði. Alls staðar nýtur sín vel hinn einstaki stíll höfundarins sem er í senn knappur, ljóðrænn og þó raunsær og vekjandi. Vinjetturnar eru tilvaldar til upplesturs við margvísleg tækifæri.

Lesa meira
6990 kr.Kaupa bók

Vinjettur XVII

Nokkrar sögur í Vinjettum XVII eru af þjóðlegum toga; aðrar úr daglega lífinu og samtímanum. Jólasveinarnir þrettán kvænast jólasveinkum sem koma til sögunnar, álfar, tröll og huldufólk læðast inn í nokkrar vinjettur. Þá eru sögur sem tengjast Suð-Austurlandi, einnig Skagafirði og Tröllaskaga þar sem jólasveina- og jólasveinkulandið er að finna. Einnig eru portrett-sögur af áhugaverðu samtímafólki sem Ármann Reynisson hefur kynnst á lifsleiðinni. Það er fjölbreytilegur hópur fólks sem sinnir meðal annars andlegum og verklegum störfum, setur sterkan svip á starfsumhverfi sitt og þjóðlífið. Alls staðar nýtur sín vel hinn einstaki stíll höfundarins sem er í senn knappur, ljóðrænn og þó raunsær og vekjandi. Vinjetturnar eru tilvaldar til upplesturs við margvísleg tækifæri.

Lesa meira
6990 kr.Kaupa bók

Vinjettur XVI

Hvalfjörður og Vestmannaeyjar eiga það sameiginlegt að þar hafa gerst heimsögulegir atburðir og eru sögur í Vinjettum XVI tengdar þessum slóðum.  Einnig fjalla nokkrar sögur um óvenjuleg atvik sem koma upp í lífinu . Auk þess eru portrett-vinjettur af stóbrotnum og skapandi persónum sem setja sinn svip á þjóðlífið en þeim hefur Ármann Reynisson kynnst á lífsleiðinni. Alls staðar nýtur sín vel hinn einstaki stíll höfundarins sem er í senn knappur, ljóðrænn og þó raunsær og vekjandi.  Vinjetturnar eru tilvaldar til upplesturs við margvísleg tækifæri.

Lesa meira
6990 kr.Kaupa bók
Sjá meira