Vinjettur XXII
Nokkrar sögur í Vinjettum XXII hafa að geyma sjálfsævisögulegt efni m.a. óblíð kynni af landsþekktu fólki sem opinberað hefur fyrir Ármanni Reynissyni hvaða mann þau hafa að geyma: Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður og bókmenntagagnrýnandi, Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og Heiðrún Eyvindsdóttur, forstöðumaður Bókasafns Árborgar, Selfossi. Einnig eru svipmyndir af áhugaverðu samtímafólki sem höfundurinn hefur hitt og kynnst á einn eða annan hátt á lífsleiðinni. Þó nokkrar sögur í bókinni tengjast mannlífi og umhverfi í Vestur-Skaftafellssýslu, Eyjafjöllum, Fljótshlíð; einnig Skagafirði, Eyjafirði og Siglufirði.
Alls staðar nýtur sín vel hinn einstaki stíll höfundarins sem er í senn knappur, ljóðrænn og þó raunsær og vekjandi. Vinjetturnar eru tilvaldar til upplesturs við margvísleg tækifæri.
Kaflar
Með mörg járn í eldinum
Að skapa verðlaunahest er svipað og að móta listrænan dansara fyrir danssýningu. Það er örstutt bil á milli listsköpunar að vera góður reiðmaður og snjall ræktandi. Hrossabóndinn sækir stíft kynbótasýningar, vorsýningar og Landsmót hestamanna. Hann hefur næmt auga fyrir að para saman hryssu og stóðhest og ná fram bestu eiginleikum beggja. Og leitar ávallt til besta fagfólks á hvaða sviði sem er varðandi hestamennskuna. Á búgarðinum eru um 160 hross þar af um 80 tamin auk hryssum til undaneldis og unghrossum til uppeldis. Auk þess á þriðja hundrað fjár.
Kirkjusmiðurinn
Á þeim tíma er Reyniskirkja, orðin lúin og lek; hún hrynur í stórum Suðurlandsskjálfta. Þegar ekkert bólar á endurbyggingu hennar kemur Hugur huldumaður að máli við Hall ríka og gerir honum tilboð. Hugur segir: „Ég skal byggja kirkju með einu skilyrði.“ „Hvað er það?“ spyr Hallur. Hugur mælir: „Þú lætur af hendi Halldór einn sona þinna fyrir greiðann ef þú getur ekki upp á nafni sonar míns.“ Verkboðið er samþykkt.
Eldingu lýstur niður
Á tímum sveitarsíma heyrir Kjartan Ólafsson (1952), á þrítugs aldri, hringingu og tekur upp tólið og um leið er stuðst með hægri hendi á heitan miðstöðvarofn. Enginn er í símanum því á sömu stundu lýst eldingu niður í símalínuna og olli hringingunni, sem hangir milli staura um sveitina. Á augabragði, símtólinu er þrýst að hægra eyranu, þýtur eldingin beint inn í það og skíst um líkamann með ógnar hraða svo maðurinn skelfur, nötrar, froðufellir og fórnar höndum. Síðan fellur hann ósjálfbjarga á gólfið hríðskjálfandi og missir meðvitund.
Fjallkóngurinn
Þegar Gísli Halldór Magnússon (1954) stendur á háásnum fyrir ofan Ytri-Ása í Skaftártungu Vestur-Skaftafellssýslu og gáir til veðurs blasir við auga sýn sem enginn annar hefur í víðri veröld. Staðið er á þykkasta jarðlagi á Íslandi. Skammt neðan við býlið streymir Skaftá, bogalaga, önnur lengsta á landsins. Til vesturs rís Katla hættulegasta eldstöðin. Í austurátt gnæfir Hvannadalshnjúkur hæsta fjallið. Til suðurs er horft yfir Eldhraun úr Laka, víðáttumesta hraun sem runnið hefur á sögulegum tíma. Í fjarska sést út á Atlantshafið.
Bjórböð
Hjá Rómverjum til forna er mikið lagt upp úr útliti, sérstaklega hjá konum og gerir enn. Á síðari tímum á það við um bæði kynin. Bjórböðin eru hreinsandi fyrir líkamann, halda húðinni, stærsta líffæri líkamans, stinnri og fallegri auk þess verður hárið silkimjúkt og glansandi. Eftir hrun Rómaveldis fer lítið fyrir þessum fegrunarmáta. Þó eimir af því fram eftir öldum.
Stjórnmálafræðingurinn
Í um fjörutíu ár frá því snemma á níunda áratug tuttugustu aldar vekur stjórnmálafræðingurinn dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, (1951) athygli og aðdáun, í ríkissjónvarpinu, fyrir greinagóða skilgreiningu á hverri kosningu fyrir sig. Fræðingurinn, mikill á velli, kemur vel fyrir, talar af skynsemi og talnaglöggur með eindæmum – sér stundum fyrir um kosningaúrslit. Háskólamaðurinn hefur meiri áhuga á að brjóta stjórnmál til mergjar og skilja þau en að hella sér í baráttuna um völdin.
Blessun að frelsast
Um miðbik tuttugustu aldar byggist upp Blesugróf, fátækraþorp innan borgarmarkanna, vestan megin við Elliðaárnar. Þar liggja malargötur, tréljósastaurar standa á strjáli og fátítt að garðar séu umhverfis húskofana. Menning hverfisins er fyllirí, ofbeldi og flest það sem ekki er uppbyggilegt fyrir viðkvæmar sálir krakkanna sem alast þar upp.
Innvígsla
Stuttu eftir að skólaárið hefst er hver og ein stúlka leituð uppi og handsömuð í naflaskoðun af fjórum fílefldum gæjum. Síðan er nemandanum slengt á gólfið og haldið niðri, skelkuðum og skrækjandi, bæði á höndum og fótum. Þá er klæðum skjálfandi stelpunnar flett upp svo skín í beran naflann. Þegar hér er komið er hver vatns-dropinn af öðrum látinn falla ofan í nafla viðkomandi. Sú skvísa þykir flottust sem meðtekur flesta dropana.
Nauðgun
Skyndilega er Adam rotaður og síðan ræðst Guðlaugur á Evu sem berst um á hæl og hnakka án árangurs. Síðan er hún dregin að leiði einu, hent niður, frosin af hræðslu, fötin rifin utan af henni. Andlit æsta árásarmannsins er grimmúðlegt og augun gneista. Þegar nauðgarinn hefur lokið sér af rýkur hann út í náttmyrkrið án þess að segja orð allan tímann. Eftir nokkra stund ranka kunningjarnir við sér og Adam fylgir Evu, í losti bólginn í framan, heim.
Bókmenntagyðjan
Í litlum bókmenntaheimi þekkja allir alla. Bókmenntagyðjan og blaðamenn sem fjalla um bókmenntir í fjölmiðlum sameinast um að blokkera „markvisst“ ritverk Ármanns Reynissonar. Þrátt fyrir að vinjettur höfundarins séu orðnar landsþekktar og fljúgi frjálsar út í hinn stóra heim. Og nýtast við íslenskukennslu í Hofstar University, einum virtasta háskóla Bandaríkjanna.
Aðför að Ávöxtum
Helgina eftir afmæli Reykjavíkur þann 18. ágúst árið 1988 fer Ólafur Ragnar Grímsson, síðar forseti, mikinn í fjölmiðlum gegn einkareknum fjármálafyrirtækjum. Skipulagt í samstarfi við almannatengil hans ásamt Halli Hallssyni, á Stöð 2, og Kára Jónassyni, fréttastjóra R.Ú.V., í samvinnu við Þórð Ólafsson, forstöðumanns bankaeftirlits Seðlabanka Íslands. „Sá veldur miklu er upphafinu veldur.