Vinjettur I

Í bókinni eru stuttar, hnitmiðaðar sögur þar sem skiptast á örskotsstund aðstæður í lífi manna, afhjúpaður er tilgangur, tilfinningar endurgoldnar og þeir rata veginn heim á ný sem hlaupist hafa á brott. Listræn vinnubrögð, ráðabrugg stjórnmálamanna, ástir, náttúrulýsingar, grimmd mannanna og göfuglyndi hvers í annars garð; allir þessir þættir eru í kastljósinu.


Kaflar

Ást undir norðurljósum

Eftir dágóðan spöl í sandinum taka þeir hvor utan um annan og faðmast innilega. Fiðringur fer um þá, innibyrgð spenna leysist úr læðingi. Flíkurnar eru losaðar og opnast frá búknum. Snerting ballanna þéttist stöðugt með mjúkum hreyfingum, sælan örvar uns kemur að sáðláti. Á meðan víman líður hjá líta þeir hugfangnir á dansandi norðurljósin í rauðri litadýrð.

Hátíðarkvöldverður

Bjöllu er hringt, boðið til borðstofu, sest er við borð frelsishetjunnar, fjarlægt frá „þjóðarsamkundunni“. Margt er rætt og skrafað undir borðum og ræður haldnar hjónunum til lofs. Þau segja frá áratuga afrekum sínum og öðrum uppákomum. Að kvöldverði loknum lauga gestir hendur sínar út fornri skírnarskál, fjarlægðri úr „helgidómnum“.

Ást milli hæða

Liggjandi í rúminu tekur árennilegur líkaminn að bylgjast og sveiflast til eins og um nætursund sé að ræða. Þungur andardráttur, urr og gól ofan frá yfirgnæfa allt og ástarleikurinn dregst á langinn. Eftir langa armæðu heyrast lokastunur og uppgjafa andvörp frá því efra og einmanaleg sjálfsfróunin endar í neðra. Værð færist yfir húsið í morgunsárið og konan hefur það á tilfinningunni að hún sé þunguð.

Lok fangavistar

Ólánsmaðurinn leggst fyrir og bíður þess sem verða vill, þögnin er hans mál. Geðlæknir ríkisins er sendur á vettvang til að rannsaka manninn og telur ekki þörf á að senda hann á hæli. Nú taka hjólin að snúast hratt, enginn vill sjá blóð fyrir jól, allra síst æðstráðandi sem myndi missa mannorðið.

Regnið

Baráttan um vatnið harðnar með hverjum áratug sem líður og þeir tímar gætu komið að regnlandsferðir verði vinsælli en sólarlandaferðir.

Afrekshópurinn

Hlaupið er hring eftir hring, þá háar hnélyftur og boxað fram. ,,Herðið róðurinn, þeir sem koma of seint eru sektaðir.“ Áfram er haldið linnulaust. ,,Snerpið hreyfingarnar. Hvað ætli eiginkonurnar segi við þessum slappleika, haldið áfram að þóknast þeim.“ Skokkað er í kross og höndum sveiflað. ,,Skipta og koma svo, sparkið í rassinn og slakið ekki á.“

Hrafninn ungi

Eftir þetta ævintýri var vinurinn ekki samur og áður. Hann var eirðalaus, undi sér hvergi og flandraði um nágrennið. Menn skeggræddu málið og spurðu hvort þetta væri sami fuglinn – engin niðurstaða fékkst. Örlagasumarið leið. Fyrsta vetrardag hvarf hrafninn og sást ekki meir.

Símhringingin

Mitt í önnum dagsins hringir síminn og hljómþýð konurödd segir: ,, Ég kem þaðan sem enginn kemur.“ Þessi stutta kynning vekur athygli mína og hrífur hugann burt frá veraldrarvafstrinu.

Jökullinn

Tilfinningaflæðið styrkist og nær tökum á hugsuninni. Þá kemur draumastundin þegar hugurinn ákveður að ganga lengra og lengra yfir jökulinn, stíga þrepin upp í skýin og að lokum taka lyftuna til himna.

Fossinn

Skynfærin hafa ekki undan að meðtaka boðskap náttúrunnar sem gefur sálum frið og kallar vernd sér til handa. Ákallið berst frá kynslóð til kynslóðar, frá upphafi veraldar til endaloka.

Hús listamannsins

Í niðamirkri á heimleið sést okkurgul rák á næturhimninum, á að líta sem gróft pensilfar.

Æskuveröld

Á tímum kalda stríðsins þegar Rússar og Kínverjar flokkuðust með því illa og Bandaríkin með því góða, Berlínarmúrinn alræmdi skipti milli austurs og vesturs, fyrstu mennirnir fóru út í geyminn og Kennedy forseti var myrtur, breyttist Reykjavík hratt úr borg í bæ.

Frumkvöðull

Frumkvöðullinn kom á fót verðbréfafyrirtæki sem óx og blómstraði. Fljótlega reis varðhundur kerfisins upp á afturfæturna og taldi starfsemina ólöglega. Hann leitaði ljósum logum í lögum og reglum landsins til að sanna mál sitt og stöðva reksturinn.

Dómur

Nú er komið að dómsuppkvaðningu, lágvaxin kona í svörtum ballkjól stígur upp á pall og býr sig undir að lesa dómsorðin. Hún setur sig í stellingar og verður um stund óörugg er hún áttar sig á því að fálkaorðuna fyrir vel unnin störf vantar í barminn.

Ást út í hrauni

Á miðju Atlantshafi er sögueyja rómuð fyrir náttúru og fallegustu konur heims. Ferðaþjónustan gerir út á þessa eiginleika lands og þjóðar í alþjóðlegum kynningum sínum.

Snjórinn

Þeir sem kvarta og kveina – missa af gleði án gjalds.

Hvítabjörninn

Frostaveturinn mikla kom borgarísjaki siglandi alla leið frá Íshafinu til eylands norður við heimskautsbaug. Með í för var stæðilegur ísbjörn sem gekk á hið framandi land.

Fjölfötlun

En þegar línur og litir flæða á ljósan pappírinn með pennsli sem munnurinn stjórnar gefst mér lífsfylling. Það er hin æðsta gjöf sem gefur lífi mínu gildi.

Myntute

Heimsóknin leggst inn í minningasjóð – geymist áfram á lífsins vegi. Um hver jól þegar sungið er ,,Hvert fátækt hreysi höll nú er“ kristallast upplifunin eitt andartak á ný.

Dagbókin

Á heimleið eftir fund hjá sameinuðu þjóðunum týnist farangurinn í New York og þar með þéttskrifaður doðrant með öllum leyndarmálunum.

Ást í stiga

Um helgar eru viðskiptin lífleg hjá leigubílstjóra í höfuðborginni.

Lesa meira

Aðrar bækur