Vinjettur III

Í bókinni Vinjettur III ferðast höfundur með lesendur sína á nýjar slóðir, bæði innanlands og utan. Neistar í frásögn verða m.a. samtímaatburðir, hamfarir ýmiskonar og breytingar á íslensku þjóðfélagi síðastliðna öld. Ármann Reynisson kemur á óvart eins og í fyrri bókum sínum, opnar sýn inn í dulda heima, með innsæi í mannlegt eðli og á tíðum djarfleik. Það er eins og stuttmynd líði hjá í myndrænum textanum sem hentar vel til upplestrar. Frásagnirnar eru tilvaldar til hvíldar og umhugsunar frá annríki dagsins.


Kaflar

Ást og trukkur

Þegar þau hverfa til starfa á ný kemur í ljós að þau fella hug hvort til annars. Smám saman nær lostinn tökum á þeim og á síðdegi nokkru þegar annað fólk er farið heim, missa þau stjórn á tilfinningum sínum. Þau fallast í faðma, kyssast brennandi kossum og líkamarnir eru líkastir eldþráðum er vefjast saman í einn. Um leið og fötum fækkar heyrist allt í einu gróft og marrandi hljóð í trukk er ekur fram hjá glugga skrifstofunnar. Eldblossinn slökknar á svipstundu hjá parinu og þau missa áhuga á nánara samneyti.

Faraldur

Á sama tíma greip um sig hamagangur hjá varnarlausri þjóð, á eyju úti á miðju heimshafi. Slökkviliðsmenn voru vígbúnir og þjálfaðir til að berjast gegn hugsanlegri vá og almenningur var hvattur til þess að hafa augun opin og tilkynna yfirvöldum um allt grunsamlegt. Bönkum, pósthúsum og ráðamönnum tóku að berast dularfullar sendingar og sérsveitin hafði nóg að gera við að rýma hús og loka vinnustöðum meðan hún kannaði málin til fullnustu. Uppnám varð þegar heimili forsætisráðherrans var sett í einangrun vegna hvíts dufts sem barst þangað inn með póstsendingu. Rannsóknarlögreglan eyddi tíma og kröftum til þess að leysa ráðgátuna. Um síðir hafði hún upp á óprúttnum unglingum sem skemmtu sér við að senda hveiti til viðkomandi aðila. Þannig tókst unglingunum að hræða landsmenn með tilheyrandi upphlaupi og fjölmiðlafári.

Sólon Íslandus II

Dagar Sólons Íslandus II liðu sem annarra jarðneskra manna og loks var tími kominn til að fara á eftirlaun eins og lög gera ráð fyrir. Hið opinbera tók þá upp þá nýbreytni að gera starfslokasamning til þess að tryggja honum áframhaldandi velsæld og bitlinga; þannig að Íslandus II hafi í fyllingu tímans efni á því að ferðast með Icelandair á Saga Class til himnaríkis.

Bókabrennan

Ennþá geta ferðamenn sem þarna fara um og lyfta höfði til himins lesið tilkomumiklar bókmenntir þjóðarinnar.

Trippakjötsveislan

Að endingu kom hún í hendur húsbóndans er stirðnaði upp þegar við honum blasti mynd af meri sem lá lifandi á matborðinu og horfði undrandi á hann sjálfan, standandi glottandi við afturenda hennar – tilbúinn til samræðis við dýrið. Gestgjafinn lokaði bókinni hægt, stóð upp þögull og gekk út af heimili sínu.

Páskaeggið

Glæsidama er vön að fá fjölda súkkulaðieggja um hverja páska frá vonbiðlum sínum. Hún á erfitt með að gera upp hug sinn til þeirra því ekkert eggjanna tendrar ástareld. Fær hún jafnan í magann af átinu og leifir þess vegna stórum hluta sætindanna eftir að hún opnar þau. Svo er komið að ungfrúin kvíðir fyrir stórhátíðinni þar sem hún er byrjuð að bæta aukakílóum á sig.

Ást í lyftu

Lyftudyrnar opnast niðri og orðlausir öryggisverðirnir horfa á dömurnar hálfnaktar og andstuttar, þétt saman með krosslagða fætur.

Góð ráð

Allt fer í uppnám milli ráðandi afla um verðmætamat og tilhögun á sölu hins nýja hlutafélags. Enginn vill kaupa þegar sannleikurinn um óráðsíuna kemur í ljós. Báðir stjórarnir falla í ónáð og eru látnir fjúka og nefndin splundrast. Ekkert verður úr stórveldisdraumunum enda vindurinn úr blöðrunni og hlutabréfin orðin verðlaus eins og trjáplönturnar sem vaxa í annars manns landi. Leikmennirnir ganga galvaskir frá borði með úttroðna vasa af seðlum í þakklætisskyni. Góð ráð eru þjóðinni dýr að lokum.

Eldgos í Heimaey

Bátaflotinn lá í höfn og drifu eyjarskeggjar sig strax niður á bryggju æðrulausir en kvíðnir um það sem verða vildi, nánast án farangurs. Sumir hverjir jafnvel í náttfötum og slopp einum klæða. Á nokkrum klukkustundum yfirgáfu þúsundir íbúa töfraeyjuna sína, eina fengsælustu verstöð landsins, á fiskiskipum. Þeir héldu út í óvissuna upp á meginlandið og fluttu með sér blómstrandi menningararf samofinn náttúru og atvinnulífi staðarins.

Lesa meira

Aðrar bækur