Æviatriði
Ármann Reynisson fæddist árið 1951 í Reykjavík. Hann hefur tekið virkan þátt í menningar- og viðskiptalífi á Íslandi allt frá því hann snéri heim frá Englandi árið 1982 að loknu námi við The London School of Economics.
Höfundurinn hefur ekki farið hefðbundnar leiðir í lífinu heldur lagt áherslu á það að skapa eitthvað nýtt og áhugavert í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og fyrir það þótt litríkur persónuleiki í heimalandi sínu. Fyrstu árin eftir nám sitt var hann einn af áhrifamestu brautryðjendum á íslenska fjármálamarkaðinum sem þá var áratugum á eftir öðrum slíkum í vestrænum ríkjum. Á tímabili samanstóð viðskiptaveldi Ármanns af fjölda fyrirtækja á ólíkum sviðum atvinnulífsins. Hann var auk þess öflugur stuðningsmaður menningar og lista, listaverkasafnari og úthlutaði úr tónlistarsjóði sínum til ungs tónlistarfólks. Þá var ævintýraljómi yfir veislum Ármanns hvað varðar glæsileika og áhugaverða gesti hvaðanæva úr þjóðlífinu.
Lesa meira